TVEGGJA ÁRA APPROVED LAND ROVER ÁBYRGÐ EÐA ÞAR TIL BIFREIÐIN ER EKIN AÐ HÁMARKI 136.000 KM
APPROVED ábyrgð Land Rover er eingöngu fyrir ökutæki undir fimm ára aldri sem hefur verið ekið minna en 136.000 kílómetra við kaupin og eru aðeins í boði hjá viðurkenndum söluaðila Land Rover. Þessi umfangsmikla ábyrgð jafngildir ábyrgð fyrir nýjan bíl, þar sem eingöngu Land Rover-varahlutir eru notaðir. Hún gildir fyrir viðgerðir vegna skyndilegrar og óvæntrar vélarbilunar eða bilunar í rafkerfi og vinnan er eingöngu unnin af sérþjálfuðum tæknimönnum Land Rover.


24/7 NEYÐAR VEGAAÐSTOÐ
Neyðaraðstoð Land Rover veitir aðstoð í neyðartilvikum í akstri, frá hreyfingarleysi vegna bilunar eða slysa. Öll APPROVED ökutæki Land Rover eru tryggð allt ábyrgðartímabilið með neyðarvegaaðstoð. Þetta er virkt 24 klukkustundir á dag, 365 daga á ári.
165 PUNKTA ÍTARLEG SKOÐUN
Við erum með gátlista yfir 165 atriði sem þarf að fylgja til hins
ýtrasta. Þetta tryggir að rafkerfi, vél og yfirbygging bílsins eru í
fullkomnu ástandi. Þessi skoðun er í höndum sérþjálfaðra tæknimanna sem
nota til þess nýjustu tækni, verkfæri og greiningarbúnað. Við skoðunina
er ávallt litið til lakks, innanrýmis, frágangs vélar, akstursprófana og
lokaskoðunar. Henni lýkur síðan með því að sérþjálfaður tæknimaður frá
Land Rover kvittar persónulega upp á skoðun. Allir bílar þurfa að
standast 165 skoðunarpunkta til að fá vottun Land Rover.


SÉRÞJÁLFAÐIR TÆKNIMENN
Það krefst sérstakra einstaklinga til að skila þeirri fagmennsku, þekkingu og nákvæmni sem við krefjumst. Öll viðhaldsvinna er í höndum sérþjálfaðra tæknimanna Land Rover með sérstökum verkfærum, greiningarbúnaði og Land Rover-varahlutum. Við störfum ávallt samkvæmt ströngustu stöðlum sem er ástæðan fyrir því að eingöngu viðurkenndir söluaðilar fá að sinna þessari vinnu.
UPPRUNI OG ÞJÓNUSTUSAGA
Hver einasti bíll er skoðaður og vottaðar upplýsingar frá söluaðila um kílómetrafjölda og skoðunarsögu eru fyrir hendi (þjónusta fer eftir löndum). Hins vegar er ávallt leitast við að gefa upp sem ítarlegastar upplýsingar um ekna kílómetra. Slíkt tryggir að þú ekur af stað í þeirri fullvissu um að nýja vottaða bílnum þínum fylgi öll saga hans og að afköst hans séu samkvæmt væntingum.


AKSTURSPRÓF
Akstursprófun bílanna er í höndum sérþjálfaðra tæknimanna okkar þar sem einstakir aksturseiginleikar hvers bíls eru metnir. Til dæmis er fylgst með fjöðrun, titringi, hemlakerfi, vélarafköstum, gírskiptingu og níu öðrum sérstökum atriðum til að tryggja að afköst bílsins séu með sem besta móti. Í með þessum nákvæmu prófunum er hægt að tryggja gæði vottaða bílsins þíns.
ÚTTEKT
Til að viðhalda þessum háu stöðlum fer fram sérstök óháð skoðun á þjónustu okkar, starfsstöðvum og starfsfólki. Þar er litið til allra þátta í vottunaráætluninni, frá öllu því sem lítur að viðskiptavinum til eftirlits með þáttum á borð við starfsstöðvar og með bílunum sjálfum. Með því að leita til óháðra aðila til að votta staðlana okkar getum uppfyllt þá kröfu sem við gerum til okkar um að gera ávallt okkar ýtrasta.
